Chihuahua - stór hundur í litlum líkama
Chihuahua eru litlir árvökulir hundar, þeir hafa þá ímynd að vera aðeins kjölturakkar
eða töskuskraut en geta mikið meira en það. Chihuahua hafa mikið úthald miðað við stærð
og hafa gaman af og þurfa hreyfingu eins og aðrir hundar, ásamt því að þeir hafa þörf
fyrir að fá að vera hundar og meðhöndlaðir sem slíkir. Þeir eru dyntóttir en geta lært og
unnið, einn Chihuahua hefur lokið bronsprófi og annar starfar fyrir Rauða Krossinn
og fleiri eru að undirbúa sína hunda fyrir vinnupróf og vinnu.
Saga
Uppruni Chihuahua er ekki þekktur en ýmsar vísbendingar um hann hafa komið fram.
Olmekar í Mexíkó átu hunda sem fundust á svæðinu um 1300-400 f.kr. Á útskurði
Tolteka frá 9. öld er sýnd mynd af nokkuð smáum hundi, síðhærðum með reist
eyru og skott. Sá hundur hefur verið nefndur Techichi og er talinn forfaðir Chihuahua og
annara mexíkanskra og mið-amerískra tegunda. Toltekar ræktuðu þessa hunda
aðallega til átu. Aztekar nýttu svo þessa sömu hunda fyrir ýmsar trúarathafnir en ekki
sem selskapshunda. Í kringum 1500 hvarf veldi Azteka af spjöldum sögunnar og einnig
Techichi en síðan í kringum árið 1850 fundust villtir smáhundar í stærsta héraði Mexíkó, Chihuahua.
Þeir hundar hlutu nafn sitt af fundarhéraðinu og voru um margt líkir Techichi hundinum nema
munurinn er helst sá að nútíma Chihuahua kemur í tveimur feldafbrigðum,
síðu og snöggu og er einnig nokkuð smærri en Techichi miðað við fornleifar sem sýna
myndir af tegundinni.
Chihuahua var mjög fágæt hundategund allt til ársins 1900 en þá hófst ræktun á tegundinni
en tók þó langan tíma að byggja upp stofninn. Í fyrstu var tegundin aðeins ræktuð
í Mexíkó og Bandaríkjunum en á tímabilinu 1930-1950 fluttu nokkrir frumkvöðlar
tegundina til Bretlands og hafa síðan þá verið leiðandi í ræktun á tegundinni ásamt
Ítalíu og norðurlöndunum síðustu ár.
Það var svo ekki fyrr en upp úr 1960 sem Chihuahua náði almennum vinsældum og
komu þær í kjölfar sjónvarpsumfjöllunar um tegundina og hafa vinsældirnar aukist gífurlega
síðustu ár og stundum á kostnað góðrar ræktunar. Það var svo sérstaklega þegar
Chihuahua fór að birtast reglulega í sjónvarpi sem fylgihlutur stjarnanna að tegundin fór
sumsstaðar að verða líkt og fjöldaframleidd og markaðssetningin var sú að ekkert þyrfti
að hafa fyrir þeim og að þeir væru hin fínustu töskudýr.
Chihuahua hefur breyst nokkuð í útliti síðustu áratugi en í upphafi voru hundarnir
háfættari og ekki eins þéttbyggðir og þeir eru í dag en alltaf hefur aðalsmerki
tegundarinnar verið eplalagað höfuð, reist eyru og skottið borið í boga eða hálfhring yfir baki.
Saga Chihuahua á Íslandi
Fyrstu Chihuahua hundarnir voru fluttir til landsins frá norðurlöndunum árin 1994 og
1995 og eru 7 hundar sem mynda grunninn að tegundinni hér á landi;
Bonny-Bell Stay Happy go Lucky, Mars-Viola Canina, Bubbelina's Empty Pockets,
Hollanli's Christal Estevan, Tiddy's Panama, Bonny-Bell Masked Bandito og
Bel Ami Chis's I'm the Boss. Fyrsta gotið á Íslandi var svo að Brjánsstöðum árið 1995
en upp úr því fór að bera mun meira á tegundinni en þó mest síðustu ár enda stofninn
orðinn mun stærri með auknum innflutningi og ræktun. Frá upphafi skráningar hafa
yfir 400 Chihuahua hundar verið skráðir með ættbók frá Hrfí og má áætla að stofnstærðin
sé um 300 dýr í dag og sífellt bætist við enda í sífellu flutt inn nýtt blóð í stofninn.
Chihuahuadeild HRFÍ (Hundaræktarfélags Íslands) var svo stofnuð árið 2005 en verksvið
deildarinnar er að halda vörð um ræktun tegundarinnar og stefna að ræktunarmarkmiðum
viðurkenndum af FCI, vera ráðgefandi og búa yfir þekkingu er varðar ræktun og að
hafa þekkingu á sjúkdómum tengdri tegundinni. Einnig stendur deildin fyrir fræðslu um tegundina
og göngum þar sem Chihuahua eigendur viðra hundana í félagsskap annara
áhugamanna um tegundina.
Útlit
Aðalsmerki Chihuahua er eplalagað höfuðið, reistu eyrun og skottið sem er borið í
boga eða hálfhring yfir bakið. Hundurinn skal vera þéttbyggður og skal hann vera örlítið
lengri en hann er hár. Mjög eftirsótt er að fá fram hund sem er nánast ferhyrndur,
þá sérstaklega rakkarnir en tíkurnar mega vera aðeins lengri vegna meðgöngu hvolpa.
Trýnið á að vera stutt og beint og ennið að bunga örlítið yfir rót trýnisins.
Bitið skal vera skærabit eða tangabit (jafnt bit) en undirbit, yfirbit eða hvers konar
óeðlilegt bit er verulega óæskilegt. Augun skulu vera stór en ekki útstæð, sýna mikil svipbrigði
og vera mjög dökk. Ljósari augu eru leyfileg en ekki eftirsótt. Eyru skulu vera stór,
upprétt og vel opin og með 45° halla. Eins og áður sagði skal hundurinn vera þéttbyggður
og sterklegur, þá sérstaklega rakkarnir, með nokkuð stutt beint bak, mitti og brjóstkassinn
skal ekki vera tunnulaga. Skottið skal vera sett hátt, breitt við rót og mjókkar fram og ætíð skal það
vera uppi á hreyfingu en aldrei á milli lappanna eða hringað fyrir neðan baklínu.
Chihuahua á hreyfingu skal vera orkumikill, árvökull og bera bæði höfuð og skott hátt.
Óásættanlegir gallar í Chihuahua: Árásargjarn eða mjög feiminn hundur,
dádýrslegur hundur (hundur sem er langur, háfættur, mjósleginn á líkama, háls og höfuð),
hundar með stóran lindiblett á höfði, stutt eyru og lafandi eyru, mjög langur líkami,
skottleysi, síðhærðir hundar með mjög síðan og fíngerðan feld, snögghærðir
hundar með skallabletti og hundar sem vega yfir 3 kg.
Tvær feldgerðir eru leyfilegar en það eru snöggur feldur og síður feldur. Hundur með
síðan feld á að vera með makka, eyrnaskúfa, löng hár á skotti og fótum og buxur.
Feldurinn á að vera fínn og mjúkur, sléttur eða örlítið liðaður en má ekki vera krullaður.
Stærð Chihuahua er aðeins mæld í þyngd og skal hundurinn vega frá 500 gr. upp að 3 kg
en kjörþyngd er á milli 1,5-3 kg en hundar yfir 3 kg eru afar óæskilegir í ræktun.
Einnig er ekki mælt með því að rækta undan tíkum sem vega ekki meira en 1.800 gr.
Oft er Chihuahua ekki kominn í fulla þyngd fyrr en á milli 2 og 3 ára aldurs en þá kemur vöðvafyllingin oftast fram.
Allir litir eru leyfðir í tegundinni og allar litasamsetningar en búið er að banna í mörgum
löndum svokallaðan merle lit sem er í raun frekar genagalli en litur í þessari tegund og
er ekki upprunninn náttúrulega í tegundinni. Mikið hefur borið á þessum lit í Bandaríkjunum
ásamt ræktun á tebolla Chihuahua og einnig á svokölluðum dádýrs Chihuahua.
Ræktun á merle hundum er mjög vandasöm enda eru hvolpar undan merle hundum
í mun meiri áhættu á heyrnar- og sjónvandamálum. Tebolla Chihuahua eru dvergvaxnir
Chihuahua, oft mjög fíngerðir og brothættir ásamt því sem ýmsir heilsufarskvillar fylgja slíkri
ræktun svo sem hjartagallar og vatnshöfuð. Dádýrs Chihuahua (Deer Type Chihuahua) er ræktun
á hundum sem líta hreint ekki út eins og Chihuahua skal líta út og eru mjög
óæskilegir í alla ræktun.
Skapgerð
Chihuahua hefur oft verið sagður stór hundur í litlum líkama enda með eindæmum
hugrakkur og lætur óhikað alla vita að hann er stærstur, mestur og bestur. Chihuahua skal
vera hugrakkur, snöggur, líflegur og árvökull. Hann er hinn besti vakthundur og fylgist vel
með öllu. Chihuahua á hvorki að vera árásargjarn eða mjög feiminn en hvort tveggja getur orðið
ef hundurinn fær ekki næga umhverfisþjálfun á hvolpsaldri. Felst umhverfisþjálfun í
því að kynna hvolpinn fyrir sem flestu í umhverfi hans. Chihuahua er ekki vinnuhundur en
nokkrir hafa staðið sig vel í hundafimi og einn hefur lokið bronsprófi í hlýðni ásamt því sem
annar er virkur heimsóknarhundur hjá Rauða Krossi Íslands og heimsækir reglulega langveik börn.
Chihuahua getur verið dyntóttur og tekur oft sinn tíma í hlutina, til dæmis það að koma sér að matnum.
Chihuahua eru ekki taldir heppilegir barnahundar enda smáir og
ekki þolinmóðasta hundategundin gagnvart áreiti þó að alltaf séu á því undantekningar.
Heilsufar:
Chihuahua hefur löngum verið talin einstaklega heilsuhraust tegund en síðustu ár hafa
verið að koma upp ýmis heilsufarsvandamál. Ekki er víst hvort þau eru ný af nálinni eða
einfaldlega ný uppgötvuð. Helsta vandamálið í dag er hnéskeljalos sem hrjáir marga
hunda en einnig eru margir einkennalausir og ógreindir. Sjá nánar grein um hnéskeljalos í blaðinu.
Erlendis hafa greinst augnsjúkdómar í tegundinni svo gott er að láta augnskoða hundana
en helstu sjúkdómarnir eru: PRA (vaxandi sjónhimnurýrnun) og Cataract (starblinda)
en báðir þessir sjúkdómar leiða til blindu. Míturhljóð í hjarta greinist yfirleitt ekki fyrr en um eða
eftir 8 ára aldur en þetta er hjartasjúkdómur sem getur þróast yfir í hjartabilun með vökva í lungum.
Opin fontanella (lindiblettur) er arfgengur galli og sé opið stórt er hætta á flogum.
Tannleysi er ekki óalgengt í tegundinni og þá bæði vegna erfða og einnig vegna þess hve
tegundin er gjörn á að safna tannsteini sem leiðir svo til tannholdsbólgu og tannmissis.
Umhirða
Eins og áður sagði er umhverfisþjálfun mjög mikilvæg fyrir Chihuahua hunda til þess
að þeir virki sem best í umhverfinu. Chihuahua þarf mjúkan aga og ekki þýðir að beita þá hörku
eða fara að þeim með offorsi. Þeir þurfa stundum tíma til að taka út aðstæður og þá er
best að gefa þeim þann tíma. Lítil feldhirða fylgir tegundinni en gott er að bursta þá
annað slagið og að venja þá við handfjötlun svo að dýralæknaferðir verði auðveldari.
Einnig þarf að klippa klær reglulega. Gott er að gefa Chihuahua hvolpum að borða
þrisvar til fjórum sinnum á dag og fullorðnum hundum tvisvar sinnum. Algengt er að
Chihuahua séu frekar matgrannir fram á fullorðinsaldur og frekar renglulegir enda ná
þeir ekki fullri fyllingu fyrr en á milli 2 og 3 ára aldurs. Chihuahua þarf reglulega hreyfingu
til þess að líða vel og fullorðinn hundur í formi þolir vel styttri fjallgöngur og góða göngutúra.
Hvolpa ætti að hreyfa stutt í einu til þess að leggja ekki of mikið álag á liði og bein í vexti.
Mikið er til af fatnaði gerðum fyrir tegundina sem er þó oftast ónauðsynlegur fyrir þá
síðhærðu en þeir snögghærðu eru iðulega meiri kuldaskræfur og getur verið gott að eiga
hlýtt vesti til þess að sannfæra þá um að fara með út á veturna. Helsta vandamálið sem
heyrist um frá Chihuahua eigendum er það að suma þeirra reynist erfitt að húsvenja enda
lítill hundur sem kemst auðveldlega á bak við húsgögn og nýtir sér þau svæði frekar en að
fara út í kuldann. Vel hefur gefist að afmarka svæði hvolpa þannig að þeir hafi ekki aðgang
að öllu húsrýminu og auðveldara sé að hafa eftirlit með þeim. Ennig hefur borið á því að
einstaka hundar taki upp á því að merkja innandyra þegar gelgjunni er náð og kemur það
upp vegna mismunandi ástæðna, til dæmis ef fleiri hundar eru á heimilinu og pissustríð
upphefst, ef ókunnugir hundar koma á heimilið o.fl.
Chihuahua er ekki fyrir alla en þeir sem kynnast tegundinni heillast iðulega af henni
enda eins og sannur Chihuahua myndi segja; Chihuahua - stærstir, mestir og bestir.
Texti: Klara Símonardóttir
Heimildir
Standard FCI um tegundina
The Complete Dog Book
Heimasíða breska Chihuahua klúbbsins (the-british-chihuahua-club.org.uk
Heimasíða Chihuahuadeildar HRFÍ
Þýðing Brynju Tomer á standardi tegundarinnar
Merle Chihuahua's - time to call a halt - Malcolm B. Willis
eða töskuskraut en geta mikið meira en það. Chihuahua hafa mikið úthald miðað við stærð
og hafa gaman af og þurfa hreyfingu eins og aðrir hundar, ásamt því að þeir hafa þörf
fyrir að fá að vera hundar og meðhöndlaðir sem slíkir. Þeir eru dyntóttir en geta lært og
unnið, einn Chihuahua hefur lokið bronsprófi og annar starfar fyrir Rauða Krossinn
og fleiri eru að undirbúa sína hunda fyrir vinnupróf og vinnu.
Saga
Uppruni Chihuahua er ekki þekktur en ýmsar vísbendingar um hann hafa komið fram.
Olmekar í Mexíkó átu hunda sem fundust á svæðinu um 1300-400 f.kr. Á útskurði
Tolteka frá 9. öld er sýnd mynd af nokkuð smáum hundi, síðhærðum með reist
eyru og skott. Sá hundur hefur verið nefndur Techichi og er talinn forfaðir Chihuahua og
annara mexíkanskra og mið-amerískra tegunda. Toltekar ræktuðu þessa hunda
aðallega til átu. Aztekar nýttu svo þessa sömu hunda fyrir ýmsar trúarathafnir en ekki
sem selskapshunda. Í kringum 1500 hvarf veldi Azteka af spjöldum sögunnar og einnig
Techichi en síðan í kringum árið 1850 fundust villtir smáhundar í stærsta héraði Mexíkó, Chihuahua.
Þeir hundar hlutu nafn sitt af fundarhéraðinu og voru um margt líkir Techichi hundinum nema
munurinn er helst sá að nútíma Chihuahua kemur í tveimur feldafbrigðum,
síðu og snöggu og er einnig nokkuð smærri en Techichi miðað við fornleifar sem sýna
myndir af tegundinni.
Chihuahua var mjög fágæt hundategund allt til ársins 1900 en þá hófst ræktun á tegundinni
en tók þó langan tíma að byggja upp stofninn. Í fyrstu var tegundin aðeins ræktuð
í Mexíkó og Bandaríkjunum en á tímabilinu 1930-1950 fluttu nokkrir frumkvöðlar
tegundina til Bretlands og hafa síðan þá verið leiðandi í ræktun á tegundinni ásamt
Ítalíu og norðurlöndunum síðustu ár.
Það var svo ekki fyrr en upp úr 1960 sem Chihuahua náði almennum vinsældum og
komu þær í kjölfar sjónvarpsumfjöllunar um tegundina og hafa vinsældirnar aukist gífurlega
síðustu ár og stundum á kostnað góðrar ræktunar. Það var svo sérstaklega þegar
Chihuahua fór að birtast reglulega í sjónvarpi sem fylgihlutur stjarnanna að tegundin fór
sumsstaðar að verða líkt og fjöldaframleidd og markaðssetningin var sú að ekkert þyrfti
að hafa fyrir þeim og að þeir væru hin fínustu töskudýr.
Chihuahua hefur breyst nokkuð í útliti síðustu áratugi en í upphafi voru hundarnir
háfættari og ekki eins þéttbyggðir og þeir eru í dag en alltaf hefur aðalsmerki
tegundarinnar verið eplalagað höfuð, reist eyru og skottið borið í boga eða hálfhring yfir baki.
Saga Chihuahua á Íslandi
Fyrstu Chihuahua hundarnir voru fluttir til landsins frá norðurlöndunum árin 1994 og
1995 og eru 7 hundar sem mynda grunninn að tegundinni hér á landi;
Bonny-Bell Stay Happy go Lucky, Mars-Viola Canina, Bubbelina's Empty Pockets,
Hollanli's Christal Estevan, Tiddy's Panama, Bonny-Bell Masked Bandito og
Bel Ami Chis's I'm the Boss. Fyrsta gotið á Íslandi var svo að Brjánsstöðum árið 1995
en upp úr því fór að bera mun meira á tegundinni en þó mest síðustu ár enda stofninn
orðinn mun stærri með auknum innflutningi og ræktun. Frá upphafi skráningar hafa
yfir 400 Chihuahua hundar verið skráðir með ættbók frá Hrfí og má áætla að stofnstærðin
sé um 300 dýr í dag og sífellt bætist við enda í sífellu flutt inn nýtt blóð í stofninn.
Chihuahuadeild HRFÍ (Hundaræktarfélags Íslands) var svo stofnuð árið 2005 en verksvið
deildarinnar er að halda vörð um ræktun tegundarinnar og stefna að ræktunarmarkmiðum
viðurkenndum af FCI, vera ráðgefandi og búa yfir þekkingu er varðar ræktun og að
hafa þekkingu á sjúkdómum tengdri tegundinni. Einnig stendur deildin fyrir fræðslu um tegundina
og göngum þar sem Chihuahua eigendur viðra hundana í félagsskap annara
áhugamanna um tegundina.
Útlit
Aðalsmerki Chihuahua er eplalagað höfuðið, reistu eyrun og skottið sem er borið í
boga eða hálfhring yfir bakið. Hundurinn skal vera þéttbyggður og skal hann vera örlítið
lengri en hann er hár. Mjög eftirsótt er að fá fram hund sem er nánast ferhyrndur,
þá sérstaklega rakkarnir en tíkurnar mega vera aðeins lengri vegna meðgöngu hvolpa.
Trýnið á að vera stutt og beint og ennið að bunga örlítið yfir rót trýnisins.
Bitið skal vera skærabit eða tangabit (jafnt bit) en undirbit, yfirbit eða hvers konar
óeðlilegt bit er verulega óæskilegt. Augun skulu vera stór en ekki útstæð, sýna mikil svipbrigði
og vera mjög dökk. Ljósari augu eru leyfileg en ekki eftirsótt. Eyru skulu vera stór,
upprétt og vel opin og með 45° halla. Eins og áður sagði skal hundurinn vera þéttbyggður
og sterklegur, þá sérstaklega rakkarnir, með nokkuð stutt beint bak, mitti og brjóstkassinn
skal ekki vera tunnulaga. Skottið skal vera sett hátt, breitt við rót og mjókkar fram og ætíð skal það
vera uppi á hreyfingu en aldrei á milli lappanna eða hringað fyrir neðan baklínu.
Chihuahua á hreyfingu skal vera orkumikill, árvökull og bera bæði höfuð og skott hátt.
Óásættanlegir gallar í Chihuahua: Árásargjarn eða mjög feiminn hundur,
dádýrslegur hundur (hundur sem er langur, háfættur, mjósleginn á líkama, háls og höfuð),
hundar með stóran lindiblett á höfði, stutt eyru og lafandi eyru, mjög langur líkami,
skottleysi, síðhærðir hundar með mjög síðan og fíngerðan feld, snögghærðir
hundar með skallabletti og hundar sem vega yfir 3 kg.
Tvær feldgerðir eru leyfilegar en það eru snöggur feldur og síður feldur. Hundur með
síðan feld á að vera með makka, eyrnaskúfa, löng hár á skotti og fótum og buxur.
Feldurinn á að vera fínn og mjúkur, sléttur eða örlítið liðaður en má ekki vera krullaður.
Stærð Chihuahua er aðeins mæld í þyngd og skal hundurinn vega frá 500 gr. upp að 3 kg
en kjörþyngd er á milli 1,5-3 kg en hundar yfir 3 kg eru afar óæskilegir í ræktun.
Einnig er ekki mælt með því að rækta undan tíkum sem vega ekki meira en 1.800 gr.
Oft er Chihuahua ekki kominn í fulla þyngd fyrr en á milli 2 og 3 ára aldurs en þá kemur vöðvafyllingin oftast fram.
Allir litir eru leyfðir í tegundinni og allar litasamsetningar en búið er að banna í mörgum
löndum svokallaðan merle lit sem er í raun frekar genagalli en litur í þessari tegund og
er ekki upprunninn náttúrulega í tegundinni. Mikið hefur borið á þessum lit í Bandaríkjunum
ásamt ræktun á tebolla Chihuahua og einnig á svokölluðum dádýrs Chihuahua.
Ræktun á merle hundum er mjög vandasöm enda eru hvolpar undan merle hundum
í mun meiri áhættu á heyrnar- og sjónvandamálum. Tebolla Chihuahua eru dvergvaxnir
Chihuahua, oft mjög fíngerðir og brothættir ásamt því sem ýmsir heilsufarskvillar fylgja slíkri
ræktun svo sem hjartagallar og vatnshöfuð. Dádýrs Chihuahua (Deer Type Chihuahua) er ræktun
á hundum sem líta hreint ekki út eins og Chihuahua skal líta út og eru mjög
óæskilegir í alla ræktun.
Skapgerð
Chihuahua hefur oft verið sagður stór hundur í litlum líkama enda með eindæmum
hugrakkur og lætur óhikað alla vita að hann er stærstur, mestur og bestur. Chihuahua skal
vera hugrakkur, snöggur, líflegur og árvökull. Hann er hinn besti vakthundur og fylgist vel
með öllu. Chihuahua á hvorki að vera árásargjarn eða mjög feiminn en hvort tveggja getur orðið
ef hundurinn fær ekki næga umhverfisþjálfun á hvolpsaldri. Felst umhverfisþjálfun í
því að kynna hvolpinn fyrir sem flestu í umhverfi hans. Chihuahua er ekki vinnuhundur en
nokkrir hafa staðið sig vel í hundafimi og einn hefur lokið bronsprófi í hlýðni ásamt því sem
annar er virkur heimsóknarhundur hjá Rauða Krossi Íslands og heimsækir reglulega langveik börn.
Chihuahua getur verið dyntóttur og tekur oft sinn tíma í hlutina, til dæmis það að koma sér að matnum.
Chihuahua eru ekki taldir heppilegir barnahundar enda smáir og
ekki þolinmóðasta hundategundin gagnvart áreiti þó að alltaf séu á því undantekningar.
Heilsufar:
Chihuahua hefur löngum verið talin einstaklega heilsuhraust tegund en síðustu ár hafa
verið að koma upp ýmis heilsufarsvandamál. Ekki er víst hvort þau eru ný af nálinni eða
einfaldlega ný uppgötvuð. Helsta vandamálið í dag er hnéskeljalos sem hrjáir marga
hunda en einnig eru margir einkennalausir og ógreindir. Sjá nánar grein um hnéskeljalos í blaðinu.
Erlendis hafa greinst augnsjúkdómar í tegundinni svo gott er að láta augnskoða hundana
en helstu sjúkdómarnir eru: PRA (vaxandi sjónhimnurýrnun) og Cataract (starblinda)
en báðir þessir sjúkdómar leiða til blindu. Míturhljóð í hjarta greinist yfirleitt ekki fyrr en um eða
eftir 8 ára aldur en þetta er hjartasjúkdómur sem getur þróast yfir í hjartabilun með vökva í lungum.
Opin fontanella (lindiblettur) er arfgengur galli og sé opið stórt er hætta á flogum.
Tannleysi er ekki óalgengt í tegundinni og þá bæði vegna erfða og einnig vegna þess hve
tegundin er gjörn á að safna tannsteini sem leiðir svo til tannholdsbólgu og tannmissis.
Umhirða
Eins og áður sagði er umhverfisþjálfun mjög mikilvæg fyrir Chihuahua hunda til þess
að þeir virki sem best í umhverfinu. Chihuahua þarf mjúkan aga og ekki þýðir að beita þá hörku
eða fara að þeim með offorsi. Þeir þurfa stundum tíma til að taka út aðstæður og þá er
best að gefa þeim þann tíma. Lítil feldhirða fylgir tegundinni en gott er að bursta þá
annað slagið og að venja þá við handfjötlun svo að dýralæknaferðir verði auðveldari.
Einnig þarf að klippa klær reglulega. Gott er að gefa Chihuahua hvolpum að borða
þrisvar til fjórum sinnum á dag og fullorðnum hundum tvisvar sinnum. Algengt er að
Chihuahua séu frekar matgrannir fram á fullorðinsaldur og frekar renglulegir enda ná
þeir ekki fullri fyllingu fyrr en á milli 2 og 3 ára aldurs. Chihuahua þarf reglulega hreyfingu
til þess að líða vel og fullorðinn hundur í formi þolir vel styttri fjallgöngur og góða göngutúra.
Hvolpa ætti að hreyfa stutt í einu til þess að leggja ekki of mikið álag á liði og bein í vexti.
Mikið er til af fatnaði gerðum fyrir tegundina sem er þó oftast ónauðsynlegur fyrir þá
síðhærðu en þeir snögghærðu eru iðulega meiri kuldaskræfur og getur verið gott að eiga
hlýtt vesti til þess að sannfæra þá um að fara með út á veturna. Helsta vandamálið sem
heyrist um frá Chihuahua eigendum er það að suma þeirra reynist erfitt að húsvenja enda
lítill hundur sem kemst auðveldlega á bak við húsgögn og nýtir sér þau svæði frekar en að
fara út í kuldann. Vel hefur gefist að afmarka svæði hvolpa þannig að þeir hafi ekki aðgang
að öllu húsrýminu og auðveldara sé að hafa eftirlit með þeim. Ennig hefur borið á því að
einstaka hundar taki upp á því að merkja innandyra þegar gelgjunni er náð og kemur það
upp vegna mismunandi ástæðna, til dæmis ef fleiri hundar eru á heimilinu og pissustríð
upphefst, ef ókunnugir hundar koma á heimilið o.fl.
Chihuahua er ekki fyrir alla en þeir sem kynnast tegundinni heillast iðulega af henni
enda eins og sannur Chihuahua myndi segja; Chihuahua - stærstir, mestir og bestir.
Texti: Klara Símonardóttir
Heimildir
Standard FCI um tegundina
The Complete Dog Book
Heimasíða breska Chihuahua klúbbsins (the-british-chihuahua-club.org.uk
Heimasíða Chihuahuadeildar HRFÍ
Þýðing Brynju Tomer á standardi tegundarinnar
Merle Chihuahua's - time to call a halt - Malcolm B. Willis